Síðan ég gerðist atvinnumaður hefur mikið af tíma með þjálfurunum mínum farið í að ræða málin. Því maður þarf að trúa á það sem maður er að gera og svo stundum losa sig við hugsanir. Líka skilja hvað maður er að vinna að og af hverju er mikilvægt að gera það.
Þið munuð taka eftir því að æfingadagbókin mín mun breytast töluvert þegar líður á árið. Núna um veturinn er ég meira að æfa tækni en það mun minnka verulega þegar ég byrja að keppa.
“Ég ætla að sveifla eins og Tiger!” … En þú ert ekki Tiger?
Í þessari æfingadagbók vitna ég í Henrik Stenson. Ég er ekki mikið á vagninum að herma eftir tækninni hjá öðrum af því bara. Ég ákveð hvað ég vill vinna í með þjálfaranum mínum og svo finnum við mögulega einhvern sem gerir það vel og þar með er ég komin með “módel”.
Ekki bara herma eftir Tiger því hann er Tiger og svo reyna að gera þetta atriði frá Dustin Johnson því hann slær svo langt og svo var Annika Sörenstam svo stöðug, þar með hlýtur að vera gott að gera eins og hún. Margt af því sem þessir þrjú gera gæti stangast á við hvort annað.
Fáið álit frá fagmanni. Finnið ykkur þjálfara sem þið treystið, prufið að fara í tíma og vinnið að einhverju í tækninni sem virkar fyrir ykkur. Það er málið!
Ef þið hafið einhverjar spurningar um æfingarnar mínar, þá um að gera að senda mér spurningar og ég skal koma því inn í færslu hérna á Klefinn.is 🙂
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
IG: @olafiakri