Æfingadagbók: Guðni Valur #4

Ég tók loksins almennilega mánudagsæfingu þar sem ég náði að kasta fulla atrennu í fyrsta skiptið síðan 5.janúar þegar að ég meiddist aftaní lærinu. Ég hef glímt við þau meiðsli núna í tvo mánuði, en hef þó getað kastað kúlu þokkalega vel engu að síður..

Ég byrjaði æfinguna á að skokka 3 hringi í Laugardalshöllinni sem er um 600m.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Síðan tók ég hreyfiteygjur til að liðka upp líkamann fyrir komandi átök, en þetta eru svona þær hreyfiteygjur sem ég geri alltaf. Koma mér í gang!

Eftir upphituna skellti ég mér bara inn í kastbúr og tók sirka 10 köst án atrennu áður en ég fór síðan í fulla atrennu sem voru um 20 köst.

Eftir köstin fór ég síðan í bekkpressu eins og maður gerir auðvitað alltaf á mánudögum og tók 4×2 á 190kg þar.

Hér má sjá myndband af nokkrum köstum og síðan bekknum !

Video 1 Kastæfing og bekkpressa

Með bekkpressunni tek ég síðan alltaf flys með til að liðka upp á brjóstkassan og líkir einnig æfingin mjög kringlukastinu.

Það er góð tilfinning að byrja að kasta aftur, hlakka til að sýna ykkur meira frá kastæfingum!

Ef þið viljið fylgjast með mér þá er ég mjög virkur á instagram og er líka með facebook síðu.
@gudnigudna
www.facebook.com/gudniathlete