
Það ættu flest allir að vita að það sé mjög mikilvægt að drekka nóg af vatni.
En hvað er nóg?
Hvernig vitum við hvort við séum að drekka nógu mikið?
Ég legg mikið uppúr því að drekka nóg af vatni og það er varla hægt að hitta á mig án þess að ég sé með vatnsbrúsa í hönd. Ég tek meira að segja með mér vatnsglasið mitt yfir til nágranna minna þegar ég fer í heimsókn!
Hvert er hlutverk vatns?
Vatn er lífsnauðsynlegt og við getum bara lifað í þrjá daga án vatns en í nokkrar vikur án matar! Við erum um 80% vatn og nýtum það til dæmist til þess að mýkja upp vöðva og liði ásamt því að bæta meltinguna. Við svitnum þegar okkur er heitt til þess að kæla líkamannniður. Vatn leysir upp vítamín og steinefni ásamt því að hjálpa til við að flytja þau um allan líkamann.
Ef þetta lætur ykkur ekki vilja drekka meira vatn þá veit ég ekki hvað þarf til!

Hvernig vitum við hvort við séum að drekka nóg af vatni?
Ein besta leiðin til þess að komast að því er að skoða pissið ykkar. Liturinn á pissinu segir mikið til um það hvort þú sért með vökvaskort eða ekki.

Fylgjast með því hversu oft þið pissið. Ef þið áttið ykkur á því að þið eruð að drekka meira en vanalega en þurfið ekki að pissa þá eru þið líklega ekki með nóg af vatni í líkamanum.
Þorsti! Þorsti er eitthvað sem við ættum í rauninni ekki að finna fyrir. Ég reyni að passa uppá það að drekka nógu mikið vatn svo ég verði ekki þyrst. Ef þið finnið fyrir þorsta þá þurfið þið meira vatn.
Fór erfiðu leiðina
Ég þurfti því miður að fara erfiðu leiðina til að átta mig á því að ég væri ekki drekka nógu mikið vatn. Ég flutti til Arizona 2013 til að fara í háskóla. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er Arizona eyðimörk og því er mjög þurrt og heitt loftið þar. Ég byrjaði sund tímabilið þar í ágúst þar sem að við vorum að hlaupa upp og niður tröppurnar á fótboltavellinum.

Það var alltaf verið að segja við okkur að drekka nóg af vatni sem ég hélt að ég væri að gera þangað til að ég fann eftir æfinguna að ég var eitthvað skrýtin. Mér leið eins og ég væri veik og var komin með hausverk. Ég fór til íþrótta læknisins sem var fljótur að sjá að ég væri að þorna upp. Ég þurfti að fá vökva í æð vegna þess að þetta var það mikill vökvaskortur og var frá æfingum þann daginn. Vökvaskortur er ekkert grín enda getur hann haft slæm áhrif á nýrun, hjartað og heilann.
Gleymir þú að drekka vatn?
Margir sem ég hef talað við um vatnsdrykkju segja mér að þeir gleymi að drekka vatn.
Það er til lausn og ég mæli með vatns appi í símann fyrst þegar þú ert að byrja að drekka meira vatn. Ég fékk mér app í símann sem minnti mig á það að drekka reglulega þangað til að ég var farin að gera það án þess að hugsa.
Ég mæli með því að þið fáið ykkur app sem minnir ykkur á að drekka til dæmis “Drink water reminder N tracker”. Smám saman fer þetta að verða vani og þið þurfið ekki áminninguna lengur. Annars er líka hægt að setja sér markmið um að drekka til dæmis eina flösku af vatni
fyrir hádegi eina á æfingu og eina eftir æfingu.
Það er kannski ekkert skrítið að ég sé með vatn á heilanum enda í vatni nánast allan sólarhringinn en ég hvet ykkur öll til þess að fylgjast með vatnsdrykkjunni ykkar og drekka meira vatn!
2020 verður vatnsárið mikla hjá öllum Íslendingum, trúi ekki öðru 🙂
Vökva kveðja
Ingibjörg Kristín
IG: @ingibjorgkj