Mjaðmir hafa mikil áhrif á hreyfigetu íþróttamanna (og allra). Ég hef unnið með íþróttamönnum að bæta hlaupastíl og hraða síðustu ár og hef tekið eftir að stífar mjaðmir trufla mikið hreyfigetu ungra íþróttamanna.

Ef mjaðmir eru stífar þá eru meiri líkur að íþróttamaðurinn geti ekki rétt úr sér á hlaupum og í kjölfarið þá lenda íþróttamennirnir á hælunum þegar þeir hlaupa og nota því hamstringinn til að toga sig áfram í skrefið, (p.s. það hleypur enginn hratt á hælunum…. ENGINN). Mjaðmaliðkun er eitt af fyrstu skrefunum til að bæta hraðann.

Mjaðmaliðkunar rútínan

Teygju rugg fram og til baka 6x
Mjaðmateygja og nota olnbogann til að ýta hnénu út ca 15. sek
Olnbogar í gólf halda í 10-15 sek
Hné teiknar hringi 5 hringir í hvora átt
Opna efri búkinn 2x hvorum megin

Ath við klárum alltaf öðrum megin fyrst, og förum svo yfir í hinn fótinn.

GOWOD

GOWOD er app sem mælir liðleikann þinn og þú færð teygjur eða aðrar æfingar sem hjálpa þér að vinna í veikleikunum þínum. Það er liðleika próf reglulega og þannig metur appið veikleikana þína.

Ég tók saman sumar af æfingunum sem hægt er að nýta til að liðka mjaðmirnar og ég skora á ykkur að gera þessar æfingar reglulega.

Rúlla

Teygjur við vegg

Teygjur

Vona að þið prófið þessar æfingar. Ungir íþróttamenn ættu strax að byrja að gera þetta og gera reglulega.

Gangi ykkur vel og endilega taggið mig eða heyrið í mér ef ykkur vantar aðstoð.

Silja Úlfarsdóttir
Sprettþjálfari
www.siljaulfars.is
@siljaulfars

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :