Frá 28. apríl til 15. maí nk. stendur yfir námskeið í ÞJÁLFFRÆÐI við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Þjálfurum og íþróttafólki stendur til boða að fá gerðar greiningar, æfingaáætlanir og prófanir á þeirra þjálfun. Þetta tilboð stendur íþróttafólki (iðkendum og þjálfurum þeirra) til boða sem eru að vinna að ákveðnum markmiðum í sinni þjálfun. Allar íþróttir koma til greina og er lágmarksaldur hópa og einstaklinga 18 ára. Lágmarksfjöldi æfinga á viku eru 4x að jafnaði.

Skilyrði fyrir þátttöku eru að:

– Skuldbinda sig til samstarfs við einn hóp í 3 vikur
– Veita nauðsynlegar upplýsingar með þeirri samskiptaleið sem hentar og eru leyfilegir hverju sinni (símtöl, fjarfundir og tölvupóstur t.d.)
– Það má gróflega áætla að samstarf við hópinn taki á bilinu 5-15 klst. af þinni vinnu kæri umsækjandi. Það fer eftir verkefninu sjálfu og skilvirkni í samvinnu þinni við hópinn. Á móti má áætla að vinnan sem 5 manna hópur innir af hendi sé samtals um 350 klst. sem snúa nánast alfarið að því að leysa þetta verkefni sem þjálfunaráætlunin þín er.

Það sem þú ÞARFT að gera:

– Skrá þig fyrir þátttöku hér (athugið að nemendur fá að velja úr þeim verkefnum sem berast, og ef þau eru fleiri en hóparnir verða einhverjar umsóknir ekki nýttar og látið verður vita af slíku)
– Vera tilbúin að veita þær upplýsingar sem eru hópunum nauðsynlegar til að leysa verkefnin á þeim tíma sem námskeiðið fer fram á
– Veita endurgjöf í lok áfangans á samstarfi við hópinn.

Hvað fá þátttakendur?

– Greiningu á eigin þjálfun, magni og helstu áherslum í samræmi við markmið
– Æfingaáætlanir. Ársáætlun, mánaðaráætlun, vikuáætlun og tímaseðil
– Verklega æfingu þar sem markmið æfinga eru prófuð
– Samantekt og endurmat

Neðangreint er umsóknareyðublað fyrir samstarfi við nemendahóp á ofangreindu tímabili.

SÆKIR UM HÉR

Kennari og ábyrgðarmaður verkefnis er Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík.
Ef spurningar vakna sveinntho@ru.is

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :