Hlynur Andrésson í Podcastinu „Hlaupalíf Hlaðvarp“

Elín Edda Sigurðardóttir langhlaupari ársins 2019 og Vilhjálmur Þór Svansson hafa mikla ástríðu fyrir hlaupum og halda úti podcastinu „Hlaupalíf Hlaðvarp“.

Virkilega áhugavert að heyra sögu þeirra sem eru í fremsta flokki og setja markið hátt og við hin getum eflaust lært mikið af.

Þau settust niður með Hlyn Andréssyni afrekshlaupara á dögunum og fóru yfir feril hans á hlaupaskónum!

HLUSTA HÉR

https://podtail.com/podcast/hlaupalif-hla-varp/-18-hlynur-andresson-afrekshlaupari-og-margfaldur-/

Elín og Vilhjálmur segja þetta um Podcast þáttinn

Í nýjasta þætti af Hlaupalíf Hlaðvarp tókum við viðtal við hinn margfalda Íslandsmethafa og afrekshlaupara Hlyn Andrésson.  Hlynur spjallaði við okkur um hlaupaferilinn, afreksmannalífið, öll þessu frábæru Íslandsmet sem Hlynur hefur verið að setja undanfarin misseri en hann setti meðal annars Íslandsmet í 10 km götuhlaupi í mars 2019 er hann hljóp á 29:49 mín og bætti þar með 36 ára gamalt hlaupameistarans Jóns Diðrikssonar – magnað! Virkilega áhugavert að heyra sögu þeirra sem eru í fremsta flokki og setja markið hátt og getum við hin eflaust lært mikið af.