LáLára Hafliðadóttir er einn af þjálfurunum í „The absolute training“ en einnig þjálfar hún CBC hjólatíma, og er að vinna að rannsókn fyrir KSÍ. Lára sendi okkur skemmtileg fjölskyldu æfingu sem heitir Spilaleikurinn.

Spilaleikurinn

Ég tek þessa æfingu mjög oft þegar ég fer í frí, hvort sem það er upp í bústað eða erlendis. Uppsetningin er mjög einföld og það er hægt að breyta æfingunum að vild. Það er líka mjög skemmtilegt að taka þessa með öðrum aðila, maka eða börnunum jafnvel.

Eina sem þú þarft er: Spilastokkur

Hjarta: Hnébeygjuhopp (hnébeygjur)

Spaði:  Planki – snerta sitthvora öxlina

Tígull: Armbeygjur

Lauf: Burpees (plankahopp)

Kóngafólkið:

Gosi: 30 sek 90 gráðu hnébeygjustaða upp við vegg

Drottning: 30 sek venjulegur planki eða hliðarplanki

Kóngur: 30 sek spretta á staðnum

Bónus: Ef þú tekur æfinguna úti er snilld að bæta við tveimur jógerum: 200-400 m hlaup

Aðferð: Þú dregur spil úr spilastokki sem segir til um fjölda og tegund æfingar sem þú gerir. Hjarta sexa væru þá 6 hnébeygjuhopp. Tígul fimma væru 5 armbeygjur. Laufa gosi væri 30 sek í 90 gráðum upp við vegg. Spilið sem þú dregur er svo tekið til hliðar. Æfingin er búin þegar þú klárar spilastokkinn.

Skölun:

Það er hægt að sleppa kóngafólkinu sem styttir æfinguna talsvert.

Æfingin án kóngafólksins er 100 endurtekningar af 4 æfingum.

Taktu tímann – skrifaðu hann niður – reyndu að bæta hann næst!

Góða skemmtun og endilega taggaðu mig á instagram ef þú prófar æfinguna @larhaf   

Gangi þér vel!

Lára Hafliða

IG: @larhaf

Meira um mig hér: Absolute training 

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :