Heimaæfing: 3. apríl

Silja Úlfars kann að hlaupa hratt og láta aðra hlaupa hratt. Hér er ein af lykilæfingunum sem allir spretthlauparar gera og þú getur hvert einnig.

Tvær útgáfur, ein fyrir íþróttamenn sem þurfa að auka hraðann, og önnur útgafa fyrir okkur hin.

Það sem er frábært við brekkuspretti er að hún setur líkamann í góða hlaupa stöðu, hlauparinn lyftir hnjánum hærra, lendir betur á fætinum til að spyrna sér áfram. Já og það er erfitt að hlaupa “sitjandi”, auðveldara er að rétta úr sér og taka góð skref í hlaupunum.

Mælum með að prófa brekkuspretti, þarf ekki að vera of brött, meira líðandi. Endilega farið út og prófið, þetta hentar allir fjölskyldunni!

Ath það eru um 30m milli ljósastaura, svo fínt að nota þá til að mæla sprettina. Munið að skokka aðeins til að hita upp og taka smá hreyfiteygjur.

Brekkusprettir fyrir íþróttamenn

30m sprettur – labba til baka
30m sprettur – labba til baka
30m sprettur – labba til baka

60m sprettur – skokka til baka fyrri 30m, labba til baka 30m
60m sprettur – skokka til baka fyrri 30m, labba til baka 30m
60m sprettur – skokka til baka fyrri 30m, labba til baka 30m

30m sprettur – labba til baka
60m sprettur – skokka til baka fyrri 30m, labba til baka 30m
30m sprettur – labba til baka

Brekkuhlaup

60m hlaup – skokka til baka
90m hlaup – skokka til baka
120m hlaup – skokka 60m, labba rest (þetta er settahvíldin)

60m hlaup – skokka til baka
90m hlaup – skokka til baka
120m hlaup – skokka 60m, labba rest (þetta er settahvíldin)

90m hlaup – skokka til baka
90m hlaup – skokka til baka
60m hlaup – skokka til baka
60m hlaup – skokka til baka

Eftir hlaupin

Skokka heim og hvernig væri að taka mjaðmaliðkunina.

Góða skemmtun 🙂