Meðfylgjandi er æfing vikunnar frá Coach Birgi sem hægt er að gera heima fyrir, hvort sem er innan- eða utandyra. Æfingin er svokölluð 7 x 7 æfing sem þýðir að við vinnum með 7 ólíkar æfingar þar sem gerðar eru 7 endurtekningar af hverri æfingu í 7 umferðir.

Fyrir þá sem treysta sér ekki í 7 endurtekningar af hverri æfingu eða finnst 7 umferðir og mikið, þá er minnsta mál að gera 5 endurtekningar af hverri æfingu og keyra æfinguna í gegn 5 sinnum í staðinn fyrir 7 sinnum.

Þá er líka algjörlega frjálst hvort upphitun sé tekin á undan eða farið sé beint í æfingarnar. Sé upphitun sleppt ráðlegg ég fólki að nota fyrstu 1-2 umferðirnar sem upphitun og fara þannig rólega í gegnum þær. Svo er hægt að auka tempóið og keyra hraðar á þær umferðir sem eftir eru. Þessi æfing mun taka flesta um 15-20 mínútur að klára og er æfingin því 35-40 mínútur með upphitun.

Upphitun:

15-20 mín rösk ganga eða skokk.
Svo gerum við:

7. endurtekningar af eftirfarandi 7. æfingum í 7. umferðir samtals:

1. Armbeygjur – á hækkun eða venjulega á tám eða hnjám.
2. Hnébeygjur með hendur yfir höfuð.
3. Venjulegir froskar.
4. Dýfur – á kassa eða stól.
5. 10 m sprettir.
6. Uppsetur með beinar fætur – snertum tær og gólf/jörð fyrir aftan höfuð.
7. Há froskahopp – þar sem við reynum að ná hnjám upp að brjósti í hverju hoppi.

Gangi ykkur vel með æfinguna og njótið þess að styrkja bæði líkama og sál.

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :