Við hjá Klefanum elskum fjölbreyttar æfingar og fengum við Má Þórarinsson GMB hreyfiflæði þjálfara og alhliða íþróttamann að setja í góða heimaæfingu fyrir okkur.
Már hefur stundað keppnisíþróttir frá barnsaldri þar á meðal handbolta, fótbolta, lyftingar, hlaup, hjólreiðar og þríþraut. Hefur gríðarlegan áhuga á næringu, þjálfun og heilsu. Hans sérsvið er að greina hreyfigetu og hjálpa fólki að ná árangri, losna við verki og forðast meiðsl.
Frekari upplýsingar um hann og hans þjálfun má finna á Greenfit.is.
GMB hreyfiflæði
Hugmyndafræði GMB kemur frá samblöndu áhrifaríkustu æfinga í þjálfun sem hafa verið notaðaðar í áratugi eins og til dæmis úr bardagaíþróttum, fimleikum, jóga, endurhæfingu og almennri þjálfun.
Með æfingum GMB eykur þú hreyfigetu, styrk, jafnvægi og liðleika. leggjum mikið upp úr að fyrirbyggja meiðsl i leik og starfi.

Már Þórarins
Greenfit@greenfit.is
Greenfit.is