Silja Úlfars er reglulega með hlaupanámskeið fyrir unglinga, hér eru nokkrar æfingar sem þau gera mikið á æfingunum og má gera heima. Upphitun og core, Mjaðmir og rass og core hringur í lokin.

Þessar æfingar henta allri fjölskyldunni, ég hef gert þessar æfingar með börnum niður í 7 ára aldur.

Prik upphitun:

Prik upphitun má gera hvar sem er, ég nota stundum teygju, prik, kústskaft eða sippuband í þetta. Gerðu 2-3 hringi af 6 endurtekningum af hverju.

6x Over head Hnébeygju:
6x Framstig
6x “Titrarinn”
6x Kviður yfir/undir:

Brunahaninn:

2-3 hringir af 6-10 endurtekningum.
Lykilatriði er að beygja ekki hendurnar (það er alvöru áskorun fyrir marga), haltu hnénu í 90°.
Styrkir rassvöðvana.

10x Hné út (hundur pissa)
10x Hné hringir fram
10x Hné hringir aftur
10x Sparka fram
10x Beinn fótur lyfta upp (ekki snerta gólf á milli)

Planka hringur 100:

Mér finnst planki hundleiðinlegur svo ég fann mína leið til að gera hann, einnig vil ég telja kviðæfingarnar og finnst smá sexy að gera 100 (eða jafnvel 500)

ATH þegar þú gerir planka, hvort sem það er á olnbogum eða lófum, passaðu að hendin/olbogoginn sé alltaf undir öxlinni til að passa álagið á axlirnar.

40x Snerta axlirnar
30x (15/15) Hliðar planki mjaðmalyfta
20x Planki Mjaðma rugg til hliðar
10x Planki upp og niður

Gangi þér vel og mundu að hreyfingin gerir okkur gott, þessar æfingar má gera með fjölskyldunni.

Silja Úlfars

@siljaulfars

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :