Indíana er vinsæll þjálfari og heldur úti vinsælum æfingum í World Class, nýlega gaf hún út bókina “Fjarþjálfun” sem er full af fróðleik og æfingum sem má gera hvar sem er.
Indíana deilir heimaæfingu: Styrkur og liðleiki
Ég hef mjög gaman að því að setja saman æfingar. Í þjálfun hjá mér er að finna blöndu af hefðbundnum og óhefðbundnum æfingum, þ.e. æfingar sem flestir ættu að þekkja og síðan æfingar sem kannski ekki margir þekkja. Þannig held ég fjölbreytileikanum og við höldum áfram að læra eitthvað nýtt og auka þekkinguna.
Á æfingunum er alltaf höfuðáhersla á bæði gæði og gleði. Við viljum hafa gaman af því sem við erum að gera en við viljum gera það vel. Ef við beitum okkur vel þá komum við frekar í veg fyrir meiðsli og við fáum alltaf meira út úr hverri einustu æfingu.
Til að halda líkamanum ferskum og til að þola mikið æfingaálag skiptir öllu máli bæði að hita vel upp og síðan að hjálpað líkamanum að ná sér niður eftir æfingar með teygjum.
6 mínútna upphitun
Settu 6 mínútur á símann og framkvæmdu eftirfarandi rútínu eins oft og þú getur með góðu formi. Hér ertu að vekja kroppinn og láta bæði hann og hausinn vita að það er æfing framundan.
5 good mornings / standandi mjaðmabeygjur
4 squats / hnébeygjur
3 walkouts + up dog (passa að spenna rassvöðva og virkja kvið hér)
2/2 spider + reach (teygja hendina vel í allar áttir og horfa á eftir henni)
1 burpees
Æfingin: 40/40/40/40 x 3
Þrjár lotur. Þrjár umferðir af hverri lotu. Þrjár æfingar í hverri lotu. Hver æfing er framkvæmd í 40 sekúndur og þú ferð alltaf beint í næstu. Eftir eina umferð hvílir þú í 40 sekúndur áður en þú byrjar á næstu umferð.
Lota 1 x 3
- Hundur sem horfir niður og upp
- Negatíf armbeygja + sporðdreki
- 2x hnébeygja + 1x hnébeygjuhopp
- 40 sek hvíld
Lota 2 x 3
Lota 3 x 3
Ég hvet þig til að prófa æfinguna hvort sem þú tekur hana heima í stofu eða í ræktinni. Endilega taggaðu mig á Instagram @indianajohanns eða sendu mér skilaboð ef þú ákveður að prófa!

Indíana Jóhannsdóttir
Facebook: Coach Indiana Jóhanns
Instagram: @indianajohanns
Allar upplýsingar um þjálfun hjá Indíönu má finna hér: https://www.worldclass.is/einkathjalfun/indiana-nanna-johannsdottir/