Heimaæfing: 18. mars (home workout)

Ásdís okkar Hjálms er nýkomin úr æfingabúðum að utan og ákvað að halda sér heima í nokkra daga og æfir því heima hjá sér. Hún sendi okkur þessa æfingu.

English below

Heimaæfing Ásdísar

Það hefur ekki farið framhjá neinum að það ríkir mikið óvissuástand í öllum heiminum þessa dagana. Okkur er ráðlagt að vera heima og ekki fara á meðal fólks. Margir eru jafnvel skikkaðir til að vera í sóttkví. Óvissa og hræðsla af þessu tagi getur haft mjög neikvæð áhrif á andlega líðan og því er enn mikilvægara en áður að huga vel að henni þessa dagana.

Eitt af því sem ég tel vera gríðarlega mikilvægt þegar kemur að andlegri heilsu er að við hreyfum okkur. Þetta ástand gerir það örlítið flóknara en þó alls ekki ómögulegt. Nú þarf bara aðeins að nota ímyndunaraflið. Þar sem mér er mjög umhugað um þetta málefni þá setti ég saman smá heimaæfingu sem mig langar til þess að deila með ykkur. Það er nefnilega alveg heill hellingur sem við getum gert heima án nokkurs búnaðar.

Þessi æfing ætti ekki að taka nema 30 mínútur og tekur mestallan líkamann í gegn. Ég vil þó taka sérstaklega fram að hver og einn þarf að aðlaga endurtekningar og hvíld að sínu líkamlega formi en þetta er að minnsta kosti eitthvað sem hægt er að ganga út frá. Það eina sem þið þurfið er þið sjálf og stóll, þið þurfið ekki einu sinni dýnuna.

Gjörið svo vel!

Æfingin

4 umferðir án hvíldar:

10 Tvöfaldar hnébeygjur
5+5 Hliðarstig
5+5 Fram- og afturstig
10 Burpees

Hvíla í 3 mín

4 umferðir án hvíldar:

10 Armbeygjur
5+5 Hliðar fótlyftur í planka
10 Dýfur
5+5 Fótlyftur í planka

Hvíla í 3 mín

4 umferðir án hvíldar:

30 Háar hnélyftur
10 Súmó hnébeygjur
10 Froskahopp til hliðar

Betra jafnvægi

Fyrir þá sem hafa áhuga á að nýta tímann á meðan þetta ástand stendur yfir til að vinna sérstaklega í andlegu hliðinni þá vil ég benda á að ég mun halda námskeiðið Betra jafnvægi laugardaginn 28. Mars ásamt Nökkva Fjalar. Fjöldinn á námskeiðinu er takmarkaður við 15 manns á staðnum til þess að tryggja öryggi allra en það geta eins margir og vilja verið með í streymi heima í stofu. Ég verð ein af þeim. Nánari upplýsingar um námskeiðið má sjá hér og á næstu dögum ætlum við í samstarfi við Klefinn.is að gefa einum heppnum sæti á námskeiðinu.

Fylgist með á instagram @asdishjalms og endilega deilið með mér í instagram story ef þið gerið heimaæfinguna mína.

Ásdís Hjálms Annerud

For our English friends

Home workout to do at home, all you need is a chair and a mat.

4 rounds, no break (first video):
10 Double Squats
5+5 Side steps
5+5 Lunges front and back
10 Burpees

Rest 3 minutes

4 rounds, no break (second video):⁠
10 Push ups⁠
5+5 Side lifts in plank⁠
10 Dips⁠
5+5 Foot lifts in plank⁠

Rest 3 min⁠

4 rounds, no break (third video):⁠
30 high knees⁠
10 Sumo squats⁠
10 Frog jumps to the side⁠

This shouldn’t take more than 30 min and you should definitely be able to work up a sweat! Just make sure to adjust both repetitions and rest to your physical condition.⁠

Enjoy,
Ásdís Hjálms Annerud