Góður haukur í horni

Ég vann með fyrsta íþróttasálfræðingnum mínum í háskólagolfi. Það er eiginlega honum að þakka að ég fékk svona mikinn áhuga á mental training og íþróttasálfræði. Síðan þá hef ég alltaf haft einhvern til að tala við, hvort sem það er íþróttasálfræðingur, Executive Coach, mentor eða Performance Coach. Það er hægt að læra allskonar hluti af mismunandi fólki. Sérstaklega líka að vera í kringum fólk sem hefur náð árangri, sama af hvaða sérsviði þau koma.

Ef manni langar að vera góður stjórnandi, hamingjusamari, bæta sig… allskonar! Ég gæti ekki mælt nóg með því að hafa einhvern til að hjálpa sér. Fólk sem er búið að mennta sig árum saman, vinna með allskyns kúnnum, hefur lesið sig mikið til og verið með puttann á púlsinum. Það getur komið áleiðis því mikilvægasta af því sem þau hafa lært og þar með sparað manni sjálfum mikið research. 

Það er hægt að nálgast endalausar upplýsingar nú til dags. 

Meðal annars er hægt að:

  • Lesa bækur
  • Ævisögur
  • Horfa á heimildarmyndir
  • Horfa á hvetjandi bíómyndir
  • Youtube video
  • Lesa greinar
  • Fylgja instagram accounts o.s.frv. 

Maður verður bara að passa sig að trúa og treysta réttum aðilum sem eru með reynslu og vita hvað þau eru að segja. 

Það eru engar “styttri leiðir” að árangri!

Maður sjálfur þarf alltaf að leggja á sig vinnuna. Ef maður reynir að komast hjá því að vinna þá kemur það tilbaka í hausinn á manni. 

Mistök eru annað viðfangsefni. Stundum er mikilvægt að klessa á veggi og læra af því. Lexían er stundum best lærð “the hard way”, þó það sé mun erfiðari leið. En þá getur þessi einstaklingur verið sérstaklega mikilvægur til að hjálpa manni að átta sig á skrefunum sem leiddu mann þangað og til að reyna að gera ekki sömu mistökin aftur.

I can’t stress this enough! Það er mjög mikilvægt að hafa einhvern með manni í liði!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

IG: @olafiakri