Heimaæfing: 27. mars

Sólveig Bergs er ein af okkar fimleikadrottningum. Hún setti saman fyrir okkur góða heimaæfingu, það eina sem þarf er æfingateygja sem hægt er að festa við sófa eða borð, þykk bók og góð tónlist eða podcast.

Æfingin

Það er mikilvægt fyrir alla, enn frekar núna en áður, að hreyfa sig og láta sér líða vel. Flestir þekkja það að líkamleg og andleg vellíðan haldast þétt í hendur. Nú þegar eðlilegur taktur samfélagsins raskast og ófyrirséð hvenær hann kemst í lag er ágætt að prófa sig áfram með nýja hluti. Flest íþróttafólk hefur aðgang að einhverskonar æfingaaðstöðu, hvort sem hún er sérsniðin að þeirra íþrótt eða ekki. Nú er því komið að því að nota ímyndunaraflið og reyna að vinna í veikleikum heima fyrir.

Í fimleikunum þarf maður að reyna að halda góðu jafnvægi milli liðleika og styrkleika þar sem nári, hné og ökklar verða oftast fyrir mestu álagi. Æfingin að neðan er róleg og hægt að stjórna erfiðleikanum að mestu sjálfur en hún er hugsuð til þess að styrkja þessa tilteknu vöðva. Þegar veður leyfir tek ég 3-5km hlaup að henni lokinni á miðlungs tempói og teygi svo vel á.

Byrjum á teygjum

20x Draga út
20x Draga aftur
20x Draga fram
20x Lyfta hné
10-15x Beinn fótur út
15x Jafnvægis æfing
15x Kálfalyftur
15x Hnébyejgur með aftari fót í upphækkun
10-15x Armbeygjustaða og lyfta fótum
30 sek Kviðæfing
10 sek Handstaða og lyfta fæti
5-10x Labba upp í handstöðu
Finisher – kíktu og taggaðu okkur

Gangi ykkur vel!

Sólveig Bergs

IG: @sollabergs