Ef þú veist hvert þig langar að ná, hvernig einstaklingur þú vilt vera þá veistu hvaða ákvarðanir þú þarft að taka frá degi til dags til að láta drauma þína verða að veruleika.

Ég hef oft fengið spurningar um hvernig ég hef sjálfsagan í því sem ég er að gera hverju sinni eða spurningar eins og “what is the secret”?

Það er ekki neitt leyndarmál, þetta snýst um að vita hvað maður vill og taka ákvarðanir í samræmi við það.

Allar þær litlu ákvarðanir sem við tökum á hverjum degi gera okkur að þeim einstaklingi sem við erum.

Ætlar þú að horfa á einn þátt í viðbót og fara of seint að sofa eða ætlar þú að fara að sofa kl. 22 til að fá þann svefn sem þú veist að þú þarft? Ætlar þú að sofa aðeins lengur eða ná morgunæfingunni? Ætlar þú að undirbúa nesti eða sleppa því og fá þér einhvern skyndibita í amstri morgundagsin? Ætlar þú að kaupa þér nammi eða fá þér eitthvað hollt nasl?

Það virðist ekki vera mjög áhrifarík ákvörðun á því augnabliki þegar við erum að taka hana, en þessar ákvarðanir safnast upp og því lengur sem líður og við höldum áfram að taka réttar ákvarðanir því meiri verður ávinningurinn og árangurinn lætur ekki á sér standa.

Auðlesnar bækur sem ég mæli með um Góðar Venjur og markmið; “Atomic Habits” eftir James Clear & “Skaraðu Fram úr” eftir Erik Bertrand Larssen.

Hvet ykkur til að eltast við markmiðin ykkar, en þá er mikilvægt að skapa sér góðar venjur!

Gangi ykkur vel , ef þú hefur einhverjar spurningar væri ég meira en glöð að svara þér. Þú getur hent á mig línu í gegnum Instagram: @thurihelgadottir 

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :