Mikil spenna búin að myndast fyrir “The Rift”

Hjólreiðakeppnin The Rift sem haldin verður 25. júlí 2020 virðist vera að sækja í sig veðrið ef marka má Hjólafréttir og má gera ráð fyrir stórum nöfnum í keppninni þetta árið. Keppnin í fyrra fór framúr væntingum keppenda samkvæmt óvísindalegri könnun Klefans enda seldist upp í keppnina 2020 á hálfum sólarhring.

María Ögn að busla.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er The Rift keppni í malarhjólreiðum sem hefst í grennd við Hvölsvöll og liggur leiðin upp í óbyggðir þar sem keppendur þurfa að takast á við landslags og óútreiknanleg náttúruöfl. Keppnin er orðin gríðarlega vinsæl hjá erlendum keppendum og í raun eru Íslendingar í minnihluta eins og kemur fram hjá Hjólafréttum.

GCN voru mættir á svæðið í fyrra og tóku saman sína upplifun af keppninni 2019 í myndbandinu hér.

Allar nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu The Rift.