Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er í æfingabúðum í Suður Afríka. Æfingar hafa gengið mjög vel og ákvað Ásdís með skömmum fyrirvara að taka þátt í spjótkast móti, því fyrsta þetta árið.
Ásdís kastaði 57.52metra og endaði í öðru sæti á þessu fyrsta móti sínu þetta árið. Þá er eltingaleikurinn við fjórðu Ólympíuleikana formlega hafið, en lágmarkið er 64 metrar.
“Ég var í öðru sæti. Annu Rani frá Indlandi vann með 61.15 m. Þetta er ágætis byrjun en ég á helling inni. Ég var ekki að hitta á það og aðeins of áköf í að kasta eða ekki að ná að slappa nógu vel af. Ég átti mjög löng köst í upphitun svo ég hlakka til að keppa á Vetrarkastmótinu um þarnæsta helgi” sagði Ásdís glöð að móti loknu.
Það er alltaf gott að fá fyrsta mótið út úr kerfinu. Næsta mót átti að vera Vetrarkastmótið 21-22. mars í Portúgal, en því móti hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna COVID-19.