Hvernig gíra ég mig upp fyrir keppnir

Eins og í flest öllum íþróttum þá þarf maður oft að gíra sig upp fyrir keppni og eru margir með allskonar hefðir sem allar eru mis sniðugar og geta verið létt ruglaðar stundum.

Allt frá því að þurfa alltaf að borða einhvern sérstakan mat yfir í að vera í happa flíkum eða með glingur um hálsin sem á að veita fólki lukku af því þeim gekk einu sinni vel þegar þau voru í þessum sokkum eða með eitthvað sérstakt hálsmen.

Ég er allaveganna ekki partur af þessum hópi ennþá.  Það sem ég geri er í raun mjög einfalt, ég hlusta bara á hrikalega góða tónlist sem getur verið mismunandi, fer bara eftir skapi og árstíma hvað ég hlusta á í upphitun. Ég hef ekki haft neinar hefðir eða rútínur daginn sem ég keppi. Reyni að ná góðum svefn og borða hrikalega vel, horfi á góða mynd og það verður helst að vera góð klassísk hasarmynd auðvitað. Helst Under Siege, Rambo eða Die hard klikka seint fyrir keppni.

En í raun eina sem ég hef gert fyrir seinustu mót í vetur er að ég hlusta alltaf á sama lagið áður en ég fer að keppa þar sem það má ekki vera með síma né heyrnartól með sér á keppnissvæðið í frjálsum.

Bætingarlagið!

Þetta er lagið það er nú kannski ekki fyrir alla enda hriiiikalegt bætingarlag.

Á meðan keppni stendur getur verið erfitt að halda spennu og einbeitingu þar sem maður fær í raun 6 köst og þarf að bíða á meðan hinir eru að kasta sem getur oft tekið langan tíma. Þá er mikilvægt að fara ekki yfir um og vera að hoppa og “peppa” sig í gang allan tímann sem maður er að bíða því þá brennur maður út snemma í keppninni og hefur ekki orku í öll köstinn.  Gott er eftir kast að bíða þar til það eru sirka 2 mín í að maður kasti þá fer maður og hoppar og djöflast aðeins til að ná blóðinu aðeins af stað og ná spennu og ferskleika í líkamann. Síðan stoppar maður í smá stund og horfir á kastið hjá þeim sem kastar á undann. Þegar ég er svo kallaður inn í hringinn þá er ég orðinn hrikalega vel upptjúnaður og get neglt á það. Þetta geri ég líka við þungar og erfiðar lyftingar.

Bætingarlistinn

Hérna er playlistinn sem ég er að hlusta á í upphitun og mæli ég með að fólk sé ekki að hlusta á hann nema það vilji bæta sig því hann er rosalegur.

Gangi þér vel og til lukku með bætingarnar!

Bestu kveðjur
Guðni Valur
IG: @gudnigudna