Ásdís með bætingu í kúluvarpi, aðeins 1cm frá Íslandsmeti

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti á Spåret Grand Prix, sem er hluti af Folksam Grand Prix mótaröðinni í Svíþjóð .

Ásdís bætti sig í kúluvarpi þegar hún kastaði 16.18m og er aðeins 1 cm frá Íslandsmetinu. Ásdís endaði í 5. sæti á þessu mjög sterka móti.

Fanny Roos sigraði mótið með yfirburðum með kasti upp á 18.19cm en hún er meðal annars Evrópu meistari í kúluvarpi undir 23 ára, en Vésteinn Hafsteinsson er þjálfarinn hennar.

„Ég er mjög ánægð með kastið og að vera komin yfir 16 m inni þó að ég eigi ennþá töluvert inni. Mest er ég þó ánægð með að planið sem ég hafði með andlegan undirbúning fyrir mótið gekk mjög vel. Ég er að nýta þessi mót til að æfa hann áður en ég keppi í spjóti á Vetrarkastmótinu í spjóti og þetta lofar góðu.“