Anton Sveinn í “The Snorri Björns Podcast Show”

Snorri Björns er með frábæra podcast þætti þar sem hann tekur viðtöl við marga af okkar helstu afreksmönnum.

Í september í fyrra þá settist Anton Sveinn McKee niður með honum og þær fóru yfir málin. Skemmtilegt að hlusta á þá spjalla um sundheiminn og öðru því tengt.

Það er einnig hægt að hlusta á podcastið HÉR og á Podcast appinu

Taggið endilega Snorra og Anton þegar þið hlustið á!

@snorribjorns
@antonmckee

Snorri segir þetta um Podcast þáttinn:

Anton Sveinn McKee er fyrsti íslendingurinn til að ná inn á ólympíuleikana í Tokyo 2020. Þetta verða þó ekki hans fyrstu ólympíuleikar heldur þeir þriðju en Anton tók þátt í London 2012 og RIO 2016.

Sögurnar af frammistöðunni og upplifuninni af ólympíuleikunum 2012 og 2016 eru frábrugðnar hvor annarri og þegar leikunum í RIO 2016 var lokið, eftir að hafa eytt lífi sínu í sundlaug síðan hann var 5 ára, voru hugsanir um að vera eftir á jafnöldrum sínum í atvinnulífinu, að vera of seinn inn á vinnumarkaðinn, að hafa misst af viðburðum sem jafnaldrar hans upplifðu á meðan hann var í lauginni orðinn ríkjandi í hausnum á honum svo sundskýlan fór á hilluna og við tók fyrirtækjaráðgjöf hjá Ernst and Young úti í Bandaríkjunum.

Vissulega sorglegur endir á íþróttaferli en eins og gefur að skilja er erfitt að segja skilið við íþrótt sem maður hefur stundað frá barnsaldri og hvað þá ef maður stundar hana á hæsta stigi og líður eins og maður eigi ennþá eitthvað inni.

Áhuginn á sundinu kviknaði aftur í vinnuferðum innan Bandaríkjanna og æfingar í hótelsundlaugum og sms samskipti við þjálfara skiluðu Antoni einni af sinni bestu sundferðum þegar hann stakk sér til sunds á heimsmeistaramótinu í Kína núna í júlí síðastliðnum og tryggði sér farseðilinn til Tokyo.