Sem Júdómaður þarf maður að hafa allan pakkan sem íþróttamaður ef maður ætlar að standa í þeim bestu. Maður þarf að hafa styrk, úthald, liðleika og þrek og skiptir þetta allt máli þegar kemur af því að glíma.

Eitt af því sem er mikilvægt í glímunni er að hafa sterkt grip. Klassískasta leiðin til að æfa gripstyrkt meðal júdómanna er kaðlaklifur og finnur maður varla júdóklúbb nein staðar þar sem kaðall er ekki til staðar. 

Gott grip – mikilvægt fyrir júdómenn

Notast við ýmsar útgáfur

Annað af því sem er ómissandi í minni æfingarútínu eru ýmsar útgáfur í að klifra upp kaðalinn. Hann reynir á allan efri líkamann, hendur, maga og bakvöðva og er þetta að mínu mati ein af betri efri parts líkamsæfingum sem hægt er að gera.

Kaðlaklifrið geri ég yfirleitt eftir æfingar eða eftir góða þrekæfingu og nota hana sem lokaæfingu. Það er aldrei heil æfing sem fer í kaðlaklifur.

Þetta er æfing sem tekur vel úr þér svo það er ekki hægt að taka hana lengi en eftir æfingu þá fer ég stundum upp 5 sinnum ca. 5m kaðal.

Útgáfur af kaðlaklifi sem ég geri :

– Fara upp 6 metra kaðal eins hratt og ég get bara með höndum.
– Klifra upp tvo kaðla með báðum höndum.
– Binda á sig lóð eða vesti ca. 10-15 kg og klifra kaðalinn.
– Halda sig uppi í ca. 30 sek. í kaðlinum.
– Taka L magaæfingar með tveimur köðlum.
– Vera með beina löpp og fara upp kaðalinn.

Prófa sig áfram

Svo er skemmtilegt að vera kreatívur og prófa sig áfram með virkilega krefjandi æfingar. Fyrsta skiptið sem ég prófað kaðalinn komst ég varla upp 1m en ég æfði mig reglulega í hverri viku og fór alltaf hærra og hærra.

Skora á ykkur að prófa og tagga mig á Instagram með ykkar útgáfum, góða skemmtun!
Sveinbjörn Jun Iura
IG: sjiura

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :