2020 er stórt ár á íþróttasviðinu, Ólympíuleikarnir í Tokyo. Margir íþróttamenn eltast við sína stærstu drauma og markmið. Íþróttamenn leggja allt í sölurnar til að hlaupa og synda nógu hratt, kasta nógu langt, vinna andstæðinga, klifra upp heimslistana og ferðast út um allann heim og keppa til að komast til Tokyo. Þeir íþróttamenn sem koma að Klefanum ætla að leyfa okkur að fylgjast með þeirri vegferð og deila sinni reynslu fram að Ólympíuleikum. Vonandi eigum við sem flesta fulltrúa í Tokyo í sumar.
Íþróttamenn komu fram í fjölmiðlum í nóvember og bentu á hversu erfitt það væri að fá styrki vegna breyttra aðstæðna meðal annars á samfélagsmiðlum. Að ná lágmarki á Ólympíuleika er mjög krefjandi og mismunandi eftir íþróttagreinum. Við gerum okkur grein fyrir því hversu dýr vegferð þeirra er og ákváðum að bregðast við með því að koma Klefa hugmyndinni í loftið.
Þann 29. desember hittumst við á fyrsta töflufundinum okkar og ræddum hugmyndir, taktík og stuðning hvert við annað. Við höfum fengið marga áhugaverða gestapenna sem ætla að leggja verkefninu lið og vonandi efla Klefa stemmninguna enn betur.
Við hvetjum alla til að fylgjast með þeirri hugmyndafræði sem íþróttamennirnir deila með okkur. Auglýsingpláss verða í boði fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að styrkja þeirra vegferð að Ólympíudraumnum.
Fylgstu endilega með okkur á Facebook og Instagram
Endilega hafðu samband ef þú vilt leggja okkur lið með einhverjum hætti.
Silja Úlfars og Andri Úlfars
klefinn@klefinn.is
