Mark Johnson er þjálfari í World Class, en hann er fyrrum stangastökkvari frá Bandaríkjunum. Mark hefur einnig þjálfað nokkra nokkra meistaraflokka í handbolta og fótbolta þar sem hann sá um styrktar- og hlaupaþjálfun.
Æfing dagsins
Hér er gott að eiga teygju til að nota í upphitun en alls ekki nauðsynlegt. Í kviðæfingunum er hægt að nota hvaða þyngd sem er. Sniðugt er t.d. að nota 2l vatnsflösku ef þið eigið ekki lóð (eða barn). Meðfylgjandi eru 2 myndbönd. Annað myndbandið er með útskýringum, hitt er myndband af fjölskyldu minni reyna að taka æfingu saman, sett hér til gamans. Enjoy!
Upphitun:
2x:
20 dog-peeing
20 hip lifts
20 clams
10 squats
20 toe touches
10 arm swings, forward and backwards
20 jumping jacks
Æfingin:
3-4x:
20 lunges (gott að gera með þyngd ef þið treystið ykkur til)
10 framstigshopp
20 turkish sit-ups (með þyngd. Hægt að nota lóð, barn, vatsnflösku ofl.)
10 worms with pushups
10 burpees without a pushup
Video með útskýringum:
Video af fjölskylduæfingunni:
Gangi þér vel, sendu mér línu ef þú hefur einhverjar spurningar 🙂
