Ólafía Kvaran er Heimsmeistari í Spartan hlaupinu sem er þrek og hindrunarhlaup. Hún er Bootcamp þjálfari og eini Spartan SGX (spartan group exercise) þjálfarinn hér, einnig er hún hjúkrunarfærðingur og mamma. Hún deilir með okkur æfingu sem hún lætur fjölskylduna gera heima.
COVID – 19 æfingin
Búnaður:
Ketilbjalla (KB)
Æfingateygja
Upphitun:
2 umferðir:
19 zig zag froskar
19 zombie ganga
19 mjaðmalyftur
19 axlarflug
Aðalverkefni:
C(k)OVID – 19
4 umferðir: 19 endurtekningum af öllum æfingum
C(k): C(k)etilbjöllusveiflur (KB)
O: Over head hnébeygja með teygju
V: V-ups
I: Ilja klapp
D: Deadlift með KB
Á milli umferða skal gera 40 zig zag froska
Finisher *Bónus*
10-9-8-7-6-5-4-3-2-1
KB Sveiflur
Goblet Hnébeygjur
Bicep með KB (ketilbjöllu
Gerir allar þrjár æfingarnar 10x, svo allar 9x, svo 8 x .. vinna sig niður í 1x hverja æfinga. Helst ekki leggja Ketilbjölluna (lóðið/vatnsflöskuna) frá þér fyrr en allar endurtekningar eru búnar. Samtals 55 af hverri æfingu.

Mæli með góðum teygjum í lokin og halda hverri teygju í 30 sek.

Gangi þér vel
Ólafía Kvaran