Ingibjörg Kristín sundkona vinnur einnig sem flugfreyja og þarf því oft að nota hugmyndunarflugið þegar kemur að æfingum. Hún setti saman æfingaprógram sem hún gerði heima.

Heimaæfing

Ég skellti í eina skemmtilega æfingu til að gera heima! Þetta er æfing sem allir ættu að geta gert 🙂

Hún ætti að taka um 30 mínútur með öllu 10 mín upphitun, 10 mín æfing, 10 mín magaæfingar

Tæki og tól:

– yoga dýna eða handklæði
– stóll eða kollur (eitthvað sem hægt er að stíga upp á)

Upphitun:

Alltaf mikilvægt að hita vel upp allan líkamann. Heimilisstörf geta jafnvel flokkast sem hreyfing, t.d. að taka smá slurk í tiltekt heima hjá okkur, taka úr vélinni, þurrka af, ryksuga og pússa spegla ásamt því að blasta tónlist og syngja með. Þarna er ég komin í gott skap og tilbúin í æfingu þannig lagað.

Byrja efst á líkamanum og færi mig niður til að gleyma engu.
·     Hreyfa hausinn rólega í hringi, stoppa þar sem ég finn teygju
·      Hreyfa axlir í hringi áfram og afturábak (hendur niðri fyrst og svo setja hendur út). Gera flugsundshreyfingu áfram og afturábak
·      Hreyfa mjaðmir í hringi
·      Teygja mig hátt upp í loft og niður í tær nokkrum sinnum
·      Good morning 
·      Fílagöngur
·      Smá yoga flow 
·     4-5 burpees eða hnébeygjuhopp til að fá púlsinn upp

Æfingin:

Gerið eins marga hringi og þið getið í 5 mínútur

* Stjörnumerktar æfingar eru í videoinu hér að neðan

10 hnébeygju hopp
10 framstig
10 armbeygjur
10 planka hopp *
10 uppsetur

2 mín pása

Eins marga hringi og þið getið í 5 mínútur

10 uppstig á stól ( ef þú átt ekkert til að stíga upp á gerðu það 10 hnébeygjur)
10 dýfur á stól
10 stjörnu hopp
10 hægt fjallaklifur *
10 fílagöngur *

10 mín kviðæfingar

Planki í 1 mín
20 Dead bugs *
30 liggjandi hermannaganga (nafn frá @dado.fenrir) *
30 sek hliðarplanki hvor hlið
30 skriðsunds fætur *
30 snerta hæla *

Ps. já ég er á tánum haha eitthvað sem ég lærði í Mjölni og ég mæli með að fólk prófi! 

Góða skemmtun 

Ingibjörg

@ingibjorgkj

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :