Svokallaðar brickæfingar eru mikilvægur hluti af undirbúningi hjá mér áður en keppnir hefjast. Venjulega þá æfi ég allar þrjár greinarnar í sitthvoru lagi yfir daginn; sund, hjól og hlaup. En í keppnum þá er nauðsynlegt að setja þær allar saman enda engin hvíld á milli.
Til þess að æfa greinarnar saman þá geri ég brickæfingar, þar sem ég fer frá sundi yfir í hjól, eða hjóli yfir í hlaup. Þessar æfingar eru gerðar á keppnishraða og eiga að líkast keppnisaðstæðum. Þær eru frábært tækifæri til þess að setja sig í keppnishugarástand til þess að undirbúa sig betur eftir keppni.
Ein af mínum uppáhalds brickæfingum lítur svona út:
1klst upphitun á hjólinu með 6x30sek sprettum eftir 30-40mín.
4x (5mín hvíld á milli setta)
5k hjól (eða 8-10mín) á race efforti (HR, power eða effort)
1k hlaup (eða 3-4mín) á race efforti (HR, power eða effort)
2k mjög létt niðurskokk
30mín létt niðurhjól
Það sem er mikilvægast á brickæfingum er að vera með skó tilbúna þannig hægt sé að fara beint frá hjóli yfir í hlaup. Það er líka mikilvægt að æfa sig að fara úr skónum undir lok hjólasprettsins enda er það eitthvað sem við verðum að gera í keppnum. Mér finnst skemmtilegast að gera æfinguna úti en það er ekki alltaf hægt. Í staðinn er hægt að gera æfinguna inni á trainer og hlaupabretti eða setja trainer upp við hlaupabraut og hjóla á trainer en hlaupa á hlaupabrautinni.
Ég mæli með því að gera þessa æfingu í síðasta lagi 2 vikum frá keppni enda tekur hún mikið úr líkamanum og því skiptir máli að gera hana ekki í vikunni áður en að markmiðið er að keppa.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar æfinguna 🙂
Guðlaug Edda
@eddahannesd
