Sigurjón Ernir er eitt af ofurmennum okkar Íslendinga þegar kemur að æfingum. Hann er með æfinga(bíl)skúr og gaman að fylgjast með honum æfa á samfélagsmiðlunum hans. Sigurjón sendi okkur æfingu sem þið getið gert heima án alls búnaðar.
Á fyrstu mínútunni tekurðu annað hvort 10 eða 5 armbeygjur (má taka á hnjám) og hvílir svo út mínútununa.
Á næstu mínútu bætirðu svo við einni endurtekningu á hverri nýrri mínútu þar til þú nærð ekki fjöldanum á innan við 1 mínútu.
Hvílir svo í 2 mínútur og tekur sama fyrirkomulag í hnébeygjum.
Hvíla svo í 4-5 mínútur og taka þá 5 umferðir af fjöldanum sem þú náðir annars vegar í armbeygjum og hnébeygjum.

Takk fyrir og gangi þér vel, ef þú hefur spurningar endilega sendu mér línu

Sigurjón Ernir
Instagram: @sigurjonernir
Snapchat: sigurjon1352