Það er búin að vera mikil óvissa í badminton heiminum undanfarinn mánuð vegna kóróna veirunnar. Það er búið að aflýsa fjölmörgum alþjóðlegum mótum – meðal annars þremur mótum sem ég hafði skráð mig á.

Ég æfi á akademíu í Danmörku með spilurum frá öllum heiminum. Í gær skellti danska ríkisstjórnin í lás og í dag var svo tilkynnt að akademían sem ég æfi á í Danmörku verði lokuð næstu vikur rétt eins og aðrir klúbbar, sem hafa verið lokaðir. Ástandið er sem sagt þannig að það er ekki hægt að æfa badminton í Danmörku.

Í meira en tvö ár hef ég barist fyrir því að komast á Ólympíuleikana í Tokyo í sumar. Staðan mín er sú að ég þarf ennþá að vinna mér punkta fyrir heimslistann til þess að tryggja mér þátttökurétt. Eins og árið hefur þróast þá hafa möguleikarnir horfið.

Eins og er á ég þrjú mót eftir á Ólympíutímabilinu sem hefur ekki verið aflýst. Á morgun mun ég því fljúga til Íslands til að klára undirbúning minn fyrir þau mót. Það er ekkert annað í stöðunni en að sætta sig við þá hluti sem maður hefur ekki stjórn á og berjast fyrir draumnum eins lengi og hægt er!

This div height required for enabling the sticky sidebar
Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views : Ad Clicks : Ad Views :